Sunday, 27 March 2011

Meiri handavinna

Saumuð mynd 1985
Klippimynd
Hekluð hárbönd
Prjónaður kragi

Friday, 7 January 2011

Bakkabönd, ofin mynd og hurðarkrans

Þetta er kökukeflið hennar mömmu, líklega 70 ára gamalt, mig langaði að hafa það uppi við svo ég saumaði bakkabönd fyrir það.
Ég óf þessa mynd á námskeiði hjá Sigrúnu Jónsdóttur, kirkjulistakonu
Hurðarkrans saumaður úr skrautlegu efni sem er fest á járnhring.

Tuesday, 4 January 2011

Flöskuskreytingar

Matild bað mig að skreyta þessar flöskur fyrir sig.
Ég klippti mynd af servíettu, límdi hana á flöskuna og skreytti svo með plastmálningu.

Gluggamálun

Það eru margar litlar rúður í Austurkoti, sumar hef ég skreytt með plastmálningu, ég mála myndina á plastfilmu og þegar málningin er þornuð er hægt að fletta myndinni af plastinu og setja hana á hvaða gler sem er. Þessar rúður eru í hurðinni á milli eldhúss og stofu.
Þessar rúður eru yfir hurðinni inn í svefnherbergið.
Þessar eru yfir hurðinni inn á baðið.
Eins og sést eru þessar bjöllur á gluggum sem snúa út í garðinn
Þessi er á eldhúsglugganum.
Kerti og bjöllur eru svo færðar aftur yfir á plastfilmu og geymdar til næstu jóla.