Tuesday, 4 January 2011

Gluggamálun

Það eru margar litlar rúður í Austurkoti, sumar hef ég skreytt með plastmálningu, ég mála myndina á plastfilmu og þegar málningin er þornuð er hægt að fletta myndinni af plastinu og setja hana á hvaða gler sem er. Þessar rúður eru í hurðinni á milli eldhúss og stofu.
Þessar rúður eru yfir hurðinni inn í svefnherbergið.
Þessar eru yfir hurðinni inn á baðið.
Eins og sést eru þessar bjöllur á gluggum sem snúa út í garðinn
Þessi er á eldhúsglugganum.
Kerti og bjöllur eru svo færðar aftur yfir á plastfilmu og geymdar til næstu jóla.

2 comments:

  1. Takk Sigurveig, er það nú ekki heldur mikið sagt? Frekar bara handlagin. :)

    ReplyDelete